Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24

28.07.2017

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Mosfellsbæjar.

Breytingin felst í eftirfarandi:

  • Lóðarmörkum lóða 16-18 og 20-22 er breytt. 
  • Lóðir 20-24 eru sameinaðar í eina lóð. 
  • Í stað verslunar- og þjónustuhúss og fjölbýlishúss á lóðum nr. 22 og 24 er gert ráð fyrir þyrpingu fjögurra fjölbýlishúsa með þjónusturými á jarðhæð. 
  • Í stað þriggja og fjögurra hæða bygginga er gert ráð fyrir 3-5 hæða byggingum. 
  • Í stað 12 íbúða (á lóð Háholt 24) er gert ráð fyrir samtals 65 íbúðum í sameinuðum lóðum. 
  • Nýjar íbúðir skulu vera fyrir 50 ára og eldri. 
  • Bílastæðakröfu er breytt í 1.5 stæði á íbúð.

Gögn:

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 31. júlí 2017 til og með 12. september 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á vef Mosfellsbæjar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 12. september 2017.

31. júlí 2017,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka