Tillaga að deiliskipulagi Langihryggur í Mosfellsdal

22.09.2017

Tillaga að deiliskipulagi Langihryggur í Mosfellsdal: Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi.

Langihryggur í Mosfellsdal:
Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Hugmyndin gengur út á að reisa einskonar “víkingaveröld” sem gæfi innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12. öld). Á lóðinni er gert ráð fyrir að rísi m.a. þjóðveldisbær, smiðja, stafkirkja, fjós og þingbúðir og ýmis konar önnur mannvirki, allt í fornum stíl.

Ofangreind tillaga verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 25. september 2017 til og með 6. nóvember 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemd.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 6. nóvember 2017.

Gögn:

23. september 2017
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka