Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030

06.10.2017
Kynning á verkefnislýsingum:
Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar 3 verkefnislýsingar skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar:
Breytingin snýr að yfirlitstöflu nokkurra svæða fyrir frístundabyggð í kafla 4.11 í greinargerð aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Einnig er áformað að skilgreina svæði 533-F í yfirlitstöflu sem láðist að gera í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.

Stækkun athafnasvæðis í Flugumýri/Desjamýri:
Breytingin felur í sér stækkun athafnasvæðis í Flugumýri/Desjamýri norðan Skarhólabrautar (svæði 411-A). Skortur er á lóðum fyrir athafnastarfsemi í sveitarfélaginu og með stækkun athafnasvæðis er brugðist við eftirspurn eftir athafnalóðum. Áformað er að stækka athafnasvæði (411-A) til austurs og minnka íbúðarsvæði (407-íb) sem því nemur.

Stök íbúðarhús í Mosfellsbæ:
Breytingin felur í sér breytingu á skipulagsákvæðum stakra íbúðarhúsa á óbyggðum svæðum (Ó) og landbúnaðarsvæðum (L) sem sett eru fram í kafla 4.2 í greinargerð aðalskipulagsins. Breytingin nær aðeins til stakra íbúðarhúsa í Mosfellsdal þar sem heimilt verður að byggja annað hús til viðbótar því sem fyrir er á viðkomandi landareign/lóð.

GÖGN: 
Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar
Stækkun athafnasvæðis í Flugumýri/Desjamýri
Stök íbúðarhús

Auglýsing


Í verkefnalýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem viðja kynna sér málið nánar vinsamlegast hafið samband við skipulagsfulltrúa. 

Verkefnalýsing liggur frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. Hæð verholts 2, 270 Mosfellsbæ og á heimasíðu bæjarins á slóðinni:
mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar

Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til þjónustuversins eða til undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir lok október 2017.

7. okbóber 2017,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is

Til baka