
Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
17.11.2017Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Breyting á landnotkun á Hólmsheiði:
Breytingin felst í að afmarka og móta stefnu um nýtt athafnasvæði við Sólheimakot á Hólmsheiði þar sem heimilt verði að byggja upp og þróa græna, orkufreka starfsemi, eins og gagnaver. Svæðið er austan við Hafravatnsveg, skammt frá fangelsinu á Hólmsheiði og er í gildandi Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 skilgreint sem óbyggt svæði og fjarsvæði vatnsverndar. Í nágrenni þess er einnig frístundabyggð og stök frístundahús samkvæmt aðalskipulagi.
Í verkefnalýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar vinsamlegast hafið samband við skipulagsfulltrúa.
Verkefnalýsing liggur frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ og á heimasíðu bæjarins.
GÖGN:
Lýsing á breytingu aðalskipulags Mosfellsbæjar
Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til þjónustuversins eða til undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir lok nóvember 2017.
Auglýsing:
Breyting á landnotkun á Hólmsheiði