Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

26.01.2018

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Lækjarhlíð 1A, Íþróttamiðstöðin Lágafelli.

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Lækjarhlíð 1A, Íþróttamiðstöðin Lágafelli.

Breytingin felst í eftirfarandi:

Breytingin felur í sér að lóðin og byggingarreitur hennar eru stækkuð til vesturs vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar, S-3V, við íþróttamiðstöðina á svæðinu. Lóðin stækkar um 559 fm. Fyrirhugað byggingarmagn viðbyggingar S-3V verður að hámarki 1000 fm. í kjallara og jarðhæð. Ekki er um að ræða aðrar breytingar á lóðinni. 

Gögn:

Ofangreind tillaga verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 20. janúar 2018 til og með 3. mars 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemd. Tillagan eru einnig birt á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfells-bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 3. mars 2018.

20. janúar 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm[hjá]mos.is

 

Til baka