Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011 – 2030

04.06.2018

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögur að breytingum á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar, breyting á yfirlitstöflu - Um er að ræða breytingu á yfirlitstöflu svæða fyrir frístundabyggð (F) í suðurhluta Mosfellsbæjar, kafli 4.11 í greinargerð aðalskipulagsins, sem og að skilgreina svæði 533-F í yfirlitstöflu sem ekki var gert áður.

Stök íbúðarhús í Mosfellsdal, breyting á skipulagsákvæðum - Um er að ræða breytingu
á skipulagsákvæðum stakra íbúðarhúsa á óbyggðum svæðum (Ó) og landbúnaðarsvæðum (L) sem sett eru fram í kafla 4.2 í greinargerð aðalskipulagsins. Breytingin nær þó aðeins til stakra íbúðarhúsa í Mosfellsdal þar sem heimilt verður að byggja annað íbúðarhús til viðbótar því sem fyrir er á viðkomandi landareign/lóð. Um er að ræða fjórar landareignir/lóðir: Móakot, landnr. 123721, Brekkukot, landnr. 123724, Sigtún, landnr. 123723 og Mosfell, landnr. 123731.

Stækkun athafnasvæðis í Flugumýri/Desjamýri - Breytingin felst í lengingu athafnasvæðisflekans (411-A) til austurs og lítilsháttar breikkun hans, samtals stækkun úr 12,6 ha í 17,6 ha. Aðliggjandi íbúðarsvæði (407-íb) minnkar úr 49, 3 ha í 45,7 ha. Markmiðið með breytingunni er að auka framboð lóða fyrir athafnasemi í sveitafélaginu.

Gögn:

Breytingatillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholti 2, frá 5. júní 2018 t.o.m. 17. júlí 2018 og hjá skipulagsstofnun Borgartúni 7b í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Mosfellsbæjar á slóðinni: mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillöguna til 17. júlí 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs.

4. júní 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is

Til baka