Aðalskipulagsbreyting í landi Dallands - Kynning

28.08.2018

Kynning á verkefnislýsingum: Aðalskipulagsbreyting í landi Dallands í suðurhluta Mosfellsbæjar og deiliskipulag fyrir jörðina Dalland.

Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar tvær verkefnislýsingar skv. 30.gr. og 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 svæði fyrir frístundabyggð í suðurhluta Mosfellsbæjar. Mosfellsbær áformar að breyta landnotkun á tveimur skikum, (125203 og 125372) vestan Dals í landi Dallands úr svæði fyrir frístundabyggð (F) í landbúnaðarsvæði (L). Tilefni aðalskipulagsbreytingarinnar eru áform landeiganda Dallands sem rekur umfangsmikla landbúnaðarstarfsemi að reisa ráðsmannshús ásamt tveimur öðrum starfmannahúsum í góðum tengslum við starfsemina á jörðinni.

Fyrir gerð deiliskipulags yfir jörðina Dalland í Mosfellssveit og lönd sem tilheyra henni. Jörðin liggur sunnan og norðan við Hafravatnsveg og sunnan við Nesjavallaveg. Megin viðfangsefni við deiliskipulagsgerðina er m.a. að skilgreina aðkomu og byggingareiti fyrirliggjandi og væntanlegra bygginga í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir á jörðinni.

Gögn:

Í verkefnalýsingum kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar vinsamlegast hafið samband við skipulagsfulltrúa. Verkefnalýsing liggur frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ og á vef bæjarins á slóðinni mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna skulu vera skriflegar og má skila þeim til skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs. Æskilegt er að þær berist fyrir miðjan september 2018.

28. ágúst 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is

Til baka