Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu og deiliskipulagstillagna

15.12.2018

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum 14. nóvember 2018 samþykkt eftirtaldar aðal- og deiliskipulagstillögur, sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í auglýsingu. Tillögurnar voru auglýstar 28. júlí 2018 með athugasemdarfresti til 9. september 2018:

Breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 – tillaga að breytingu, reiðleiðir og vegtengingar í Mosfellsdal.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal er gert ráð fyrir í aðalskipulagi Mosfellsbæjar að fella niður reiðleið meðfram Þingvallavegi, breyta vegtengingum og bæta við undirgöngum. Tillagan var auglýst skv. 36. gr. skipulagslaga. Tvær athugasemdir bárust. Tillagan var samþykkt óbreytt í Bæjarstjórn 14. nóvember 2018. Svar við athugasemdum var sent þeim sem athugasemdir gerðu. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun í samþykktarferli.

Tillaga að deiliskipulagi - Þingvallavegar í Mosfellsdal
Meginmarkmið með gerð skipulagsins er að móta og ákveða gerð umferðarmannvirkja og umhverfis þeirra með þeim hætti að stuðlað sé að auknu öryggi í umferðinni. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur hringtorgum á Þingvallaveginum, annars vegar við gatnamót Helgadalsvegar og hins vegar við Æsustaðaveg og Mosfellsveg og einnig fækkun á vegtengingum þá þessum kafla. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Tvær athugasemdir bárust. Tillagan var samþykkt óbreytt í Bæjarstjórn 14. nóvember 2018. Svar við athugasemdum var sent þeim sem athugasemdir gerðu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Breyting á deiliskipulagi - Laugabólsland í Mosfellsdal
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags Laugabólslands í Mosfellsdal. Afmörkunin við Þingvallaveg færist til suðurs og nær að veghelgunar-mörkum Þingvallavegar í stað þess að liggja að Þingvallavegi sjálfum. Einnig eru teknar inn á uppdráttinn þær breytingar sem gerðar voru 13.03.2013, 15.11.2013 og 12.03.2015. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Ein athugasemd barst. Tillagan var samþykkt óbreytt í Bæjarstjórn 14. nóvember 2018. Svar við athugasemdum var sent þeim sem athugasemdir gerðu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Breyting á deiliskipulagi við Suðurá í landi Lundar
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags við Suðurá í landi Lundar, afmörkunin við Þingvallaveg færist til suðurs og nær að veghelgunarmörkum Þingvallavegar í stað þess að liggja að Þingvallavegi sjálfum. Einnig er reiðleið meðfram Þingvallavegi tekin út. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Ein athugasemd barst. Tillagan var samþykkt óbreytt í Bæjarstjórn 14. nóvember 2018. Svar við athugasemdum var sent þeim sem athugasemdir gerðu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um ofangreindar skipulagsáætlanir er bent á að snúa sér til undirritaðs.

14. desember 2018
Ólafur Melsted
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka