Deiliskipulag vatnsgeymis í hlíðum Úlfarsfells

28.03.2019

Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag vatnsgeymis í hlíðum Úlfarsfells

Opinn kynningarfundur um deiliskipulag vatnsgeymis verður haldinn á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, mánudaginn 1. apríl frá kl. 17:00 -18:00.

Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi sem auglýst var 1. mars sl. og skoða má á vef bæjarins á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka