Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Hestaíþróttasvæði á Varmárbökkum

24.02.2020

Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér auka möguleikan á því að nýta betur núverandi hesthúsahverfi og fjölga því lóðum og byggingarreitum um níu. Þéttingin er bæði innan svæðis sem og í jaðri þess. Þessu fylgir síðan færsla, hliðrun og viðbætur vega, reiðstíga og aðbúnaðar á svæðinu til að bæta aðgengi og auka umferðaröryggi.

Um er að ræða færslu skipulagsmarka til suð-austurs og stækkar því svæðið úr 16,21 ha. Í 16,24 ha. Fjölgun hesthúsa nemur 1.626 m2 í heildina sem gæti verið aukning um 275 hesta yfir vormánuðina. Svæðið er ,opið svæði‘ á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.

Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 24. febrúar 2020 til og með 10. apríl 2020, svo þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 10. apríl 2020.

Fh. Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar
Kristinn Pálsson
kristinnp[hja]mos.is 

 

 

 

Til baka