Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Lundur í Mosfellsbæ

24.02.2020

Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagið tekur til lögbýlisinins Lundar í Mosfellsdal milli Þingvallavegar og Kölduvkíslar L123710. Skipulagssvæðið er tæpir 10 ha. Innan svæðisins er starfrækt gróðurhús. Svæðið er ,landbúnaðarland‘ á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.

Breytingin felur í sér tilfærslu byggingarreita og sameiningu þeirra. Innan skipulagsins má byggja tvö íbúðarhús með bílskúrum að hámarki samanlagt 850 m2, gróðurhús og tengda starfsemi hámarki 21.000 m2, smáhýsi fyrir starfsmenn samanlagt 600 m2 og tilraunagróðurhús 2.500 m2.

Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 24. febrúar 2020 til og með 10. apríl 2020, svo þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 10. apríl 2020.

Fh. Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar
Kristinn Pálsson
kristinnp[hja]mos.is

 

 

 

Til baka