31. maí 2007: Tillaga að deiliskipulagi Helgafellsvegar

14.10.2009

Helgafellsvegur (hluti)

Tillaga að deiliskipulagi og Umhverfisskýrsla

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi hluta tengivegar frá Vesturlandsvegi að Helgafellsbyggð, á milli tengingar við Brekkuland og fyrirhugaðs hringtorgs vestan miðhverfis byggðarinnar. Skipulagssvæðið afmarkast m.a. af lóðum við Brekkuland. Gerð er grein fyrir tengingum við aðliggjandi götur, gönguleiðum, landslagsmótun við veginn og nauðsynlegum ráðstöfunum vegna hljóðvistar.

Samhliða deiliskipulagstillögunni er skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýst til kynningar umhverfisskýrsla; Umhverfismat deiliskipulags Helgafellsvegar, þar sem m.a. eru bornir saman 5 kostir um gatnatengingar hverfisins. 

Tillagan og umhverfisskýrslan verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 31. maí til og með 12. júlí 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semdir. Tillagan og umhverfisskýrslan eru einnig birtar hér á heimasíðu Mosfellsbæjar:

Tillaga að deiliskipulagi, pdf-skjal - 1,7 MB

Skýringaruppdráttur, pdf-skjal - 2,8 MB

Umhverfisskýrsla, pdf-skjal - 1,4 MB

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 12. júlí 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu að deiliskipulagi inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

25. maí 2007,

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka