Deiliskipulag fyrir Heytjarnarheiði

10.02.2021

Mosfellsbær auglýsir hér með nýtt deiliskipulag fyrir frístundahús úr landi Miðdals I, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan sýnir nýtt deiliskipulag fyrir tvö frístundahús að Heytjarnarheiði L125202 og L125204, 525-F. Lóðirnar eru 10.871 m2 og 17.264 m2. Í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar má byggja eitt frístundahús og gestahús á lóð samanlagt mest 200 m2 á hvorri lóð, hámarkshæð er 6 m. Aðkoma er um Lynghólsveg.

Gögn verða einnig aðgengileg á Upplýsingatorgi, Þverholti 2. Tillagan hefur verið auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaðinu. Þeir sem vilja geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir, aðrir teljast samþykkir. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og þær skulu merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða berast í tölvupósti á skipulag@mos.is.

Athugasemdafrestur er frá 11. febrúar til og með 28. mars 2021.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
11. febrúar 2021

Til baka