Grenndarkynning á umsókn um leyfi til að stækka hús nr. 10 við Leirutanga

12.05.2021

Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 11. apríl sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á umsókn eigenda Leirutanga 10.

Um er að ræða leyfi til að stækka húsið með því að hækka þakmæni og fá nýtanlega efri hæð. Hæsta hæð þakmænis fyrir breytingu er 4.87m en verður 6.58 m eftir breytingu. Hækkar um 1,7m. Stærð húss fyrir breytingu er 158.4 m2 (skv. Þjóðskrá) en verður 237,4 m2 eftir breytingu. Nýtanlegir m2 efri hæðar verða 79,1. Heildar byggingarmagn á lóð með bílskúr eru 197 m2 fyrir breytingu, nýtingarhlutfall, N= 0,24. Eftir breytingu verða heildar byggingarmagn á lóð með bílskúr 276,6 m2 og N=0,35. Ekki er verið að stækka umfang húss nema á hæðina, fótspor þess breytist ekki.

Á meðfylgjandi uppdráttum er gerð nánari grein fyrir framkvæmd þeirri sem sótt er um. Gögn eru einnig aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is/skipulagsauglysingar.

Í þessu tilviki er um að ræða umsókn um byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag@mos.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er rúmlega 4 vikur frá dagsetningu fréttarinnar, þ.e. til og með 14. júní nk.

Til baka