Deiliskipulag: Þingvallavegur í Mosfellsdal - Opið hús

10.01.2017

Opið hús, kynning á tillögu að deiliskipulagi verður í bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2, mánudaginn 16. og þriðjudaginn 17. janúar nk. frá kl. 17:00-18:00 báða dagana.

Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi sem auglýst var 17. desember sl. með athugasemdafresti til og með 28. janúar nk.

Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögunni og fyrirspurnum svarað.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.

- Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka