Grenndarkynning fyrir Grundartanga 32-36

11.03.2021

Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 5. mars sl. samþykkti nefndin að grenndarkynna byggingaráformin í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

Óskað er eftir því að fá að hækka hæðsta punkt þaks um 140 cm, með því að auka þakhall og setja einn stóran kvist á bakhlið hússins, götu megin er gert ráð fyrir þakgluggum. Gert er ráð fyrir vinna með svalir innan ramma kvistsins. Horft er til þess að halda í núverandi efnisgerð, þakformið verði áfram klætt bárujárni eins og er í dag. Nýtingarhlutfall raðhússins er N=0,20 er verður N=0,35.

Á meðfylgjandi uppdráttum er gerð nánari grein fyrir framkvæmd þeirri sem sótt er um.

Í þessu tilviki er um að ræða umsókn um byggingaráform í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Fólki er hér með gefinn kostur á að koma skriflegum athugasemdum eða ábendingum, vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um, á framfæri í Þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2.

Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 9. apríl 2021.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Önnu Margréti, annamargret[hja]mos.is / skipulag[hja]mos.is, eða í símatíma kl. 10:00-11:00 mánudaga til fimmtudaga.

Búið er að senda út kynningarbréf í nærliggjandi hús.

Anna Margrét Tómasdóttir
Verkefnastjóri skipulagsmála Mosfellsbæjar

Til baka