Nýtt aðalskipulag

30.09.2020

Mosfellsbær auglýsti í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags þann 19. september sl. Skipulagslýsingin og upplýsingar um hana eru aðgengilegar almenningi á vef sveitarfélagsins, mos.is/adalskipulag, en einnig á upplýsingatorgi við bókasafnið að Þverholti 2. Frestur til þess að skila inn ábendingum er til og með 23. október 2020.

Kynningarfundur 12. október kl. 17:00

Mánudaginn 12. október n.k., kl. 17:00, verður kynningarfundi streymt þar sem farið verður yfir efni lýsingarinnar. Fundurinn er rafrænn til þess að tryggja helstu sóttvarnir. Streymi á fundinn verður aðgengilegt samdægurs á mos.is/adalskipulag og á fésbókarsíðu sveitarfélagsins.

Hægt verður að senda inn spurningar en einnig má senda þær fyrir fundinn á skipulag[hja]mos.is. Formlegar umsagnir vegna lýsingar má einnig senda á sama netfang.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka