Verkefnislýsing, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna orlofshúsa

22.12.2015
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga fyrir a) breytingu á aðalskipulagi varðandi ákvæði um svæði fyrir frístundabyggð og b) deiliskipulag fyrir þyrpingu orlofshúsa til þjónustu við ferðamenn á reit við Seljadalsá sunnan Hafravatns sem merktur er 533-F á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulags.

Í verkefnislýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyr­ir­hugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Verkefnislýsingin liggjur frammi í Þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ, og hér á heimasíðunni:

Orlofsthorp-lysing pdf

Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til þjónustuversins eða undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir lok janúar 2016.

22. desember 2015,

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

finnur@mos.is
Til baka