Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Fossatunga 2-6

21.08.2020

Mosfellsbær auglýsir hér með breytingartillögu á samþykktum deiliskipulögum, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar með er kynningarmálum vegna breytingar hagað skv. 44. gr. um grenndarkynningar.

Breyting á deiliskipulagi við Fossatungu 2-6, parhús

Breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, breytingin felst í að raðhús með þremur íbúðum er breytt í fjórar íbúðir.

Tillagan verður til sýnis á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 21. ágúst til og með 25. september 2020, þeir sem þess óska geta kynnt sér þær og gert athugasemdir. Uppdrættir eru einnig birtir á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is eigi síðar en 25. september 2020.

21. ágúst 2020
Kristinn Pálsson
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka