Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Dalland

06.07.2020

Mosfellsbær auglýsir hér með verkefnislýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Dalland.

Lýsingin fjallar um áform breytinga aðalskipulags sem byggir á að stækka skilgreint landbúnaðarland við Dalland (527-L) um 6,1 ha. til austurs, en svæðið er skilgreint sem „óbyggt svæði“ í aðalskipulagi. Engar breytingar á skilmálum eru fyrirhugaðar. Breytingin snertir löndin L195745 og L123625.

Lýsingin var auglýst í Fréttablaðinu og verður einnig til sýnis á Upplýsinga- og þjónustutorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.

Umsagnafrestur lýsingar er frá 6. júlí til og með 4. ágúst 2020.

6. júlí 2020
Kristinn Pálsson
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka