Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Álafosskvosar

11.12.2020

Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 4. desember sl. að láta fara fram grenndarkynningu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Álafosskvosar. Breytingin felur í sér að skipulagssvæðið er stækkað yfir á syðri bakka Varmár og gert er ráð fyrir nýrri brú yfir Varmána. Meðfylgjandi er tillögu uppdráttur sem sýnir framangreindar breytingar.

Í 44. gr. Skipulagslaga segir m.a. um grenndarkynningar:

„Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd, sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu.

Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlun og gefur þeim kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests sem skal vera a.m.k. 4 vikur.

Í þessu tilviki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga. Skriflegum athugasemdum eða ábendingum vegna áformaðra breytinga á deiliskipulaginu skal komið á framfæri í Þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum er til 14. janúar nk. Litið verður svo á, að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir breytingunum.

Bent skal á að heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningarinnar, ef allir þátttakendur hafa fyrir ofangreindan eindaga lýst því skriflega yfir með áritun á uppdrátt, að þeir geri ekki athugasemdir við breytingarnar.

Nánari upplýsingar veittar í gegnum netfangið skipulag[hja]mos.is eða í símatíma frá kl. 10:00-11:00 mánudaga til fimmtudaga.

Til baka