Fjölgun bílastæða við Varmárveg - Deiliskipulagsbreyting

08.10.2020

Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagsbreytingu, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar.

Breyting deiliskipulags felur í sér að fjölga almennum gestastæðum samsíða Varmárvegi í Helgafellshverfi. Stæðum efst í götu fjölgar um 6 norðan samsíða götu, fyrir neðan gatnamót Uglugötu/Snæfríðargötu og Varmárvegar bætast 10 stæði norðan götunnar og 12 sunnan, neðst fjölgar stæðum úr 5 í 10. Fjölgun nemur 33 stæðum. Gangstéttum og stígum er hliðrað auk þess sem þeim fjölgar. Hraðahindrun er staðsett norðan gatnamóta. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.

Deiliskipulagsbreytingin er sett fram á tveimur uppdráttum:

Breytingin er auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaði. Uppdrættir er til sýnis á vef sveitarfélagsins, mos.is/skipulagsauglysingar, en einnig eru þeir aðgengilegir á Upplýsinga- og þjónustutorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingar, þeir sem ekki gera slíkt teljast samþykkir þeim. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hjá]mos.is.

Frestur til þess að gera athugasemdir er frá 8. október til og með 22. nóvember 2020.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Kristinn Pálsson

Til baka