Tillögur að breytingum á deiliskipulagi: 2. áfangi Helgafellshverfis og frístundabyggð Hamrabrekkum

12.04.2016
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:

Helgafellshverfi, 2. áfangi
Tillagan varðar annarsvegar lóðirnar nr. 14 og 16 við Ástu-Sólliljugötu, en þar er gerð tillaga um að í stað tveggja einbýlishúsa komi fjögurra íbúða tveggja hæða raðhús, og hinsvegar lóðirnar nr. 1 og 3 við Bergrúnargötu þar sem tillaga er gerð um að í stað tveggja einbýlishúsa komi tvö tveggja hæða parhús með aðkomu ofan frá að efri hæðinni.

Hamrabrekkur, frístundabyggð
Tillagan er um breytingar á skipulagssskilmálum, einkum hvað varðar leyfilega hámarksstærð húsa, þannig að á hverri lóð verði heimilt að byggja frístundahús ásamt sambyggðri eða stakstæðri geymslu, samtals allt að 130 m2. Einnig er gerð tillaga um hámarkshæð húsa og breytingar á ákvæðum um þakform.

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 12. apríl 2016 til og með 24. maí 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðunni:

Helgafellshverfi 2. áf. - tillöguuppdráttur pdf 2 MB
Hamrabrekkur - tillöguuppdráttur pdf 4 MB

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 24. maí 2016.

7. apríl 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar


 

Til baka