Deiliskipulag Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi, í Mosfellsbæ - Kynning

28.08.2018

Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi, í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags yfir Vesturlandsveg og veghelgunarsvæði frá gatnamótum við Skarhólabraut að gatnamótum við Reykjaveg. Lengd skipulagssvæðis er tæplega 2,5 km.

Megin viðfangsefni við deiliskipulagsgerðina er m.a. að afmarka nýja legu Vesturlandsvegar (tvær akreinar í sitthvora átt með miðeyju) og núverandi tengingar. Skilgreina ný undirgöng, veghelgunarsvæði fyrir möguleg mislæg gatnamót, göngu-, hjóla- og reiðstíga með fram Vesturlandsvegi og tengsl deiliskipulags við nærliggjandi svæði.

Gögn:

Í deiliskipulagslýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar vinsamlegast hafið samband við skipulagsfulltrúa.
Deiliskipulagslýsing liggur frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ og á vef bæjarins á slóðinni mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna skulu vera skriflegar og má skila þeim til skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs. Æskilegt er að þær berist fyrir 15. september 2018.

28. ágúst 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is

Til baka