31.7.2012: Verkefnislýsing fyrir deiliskipulag í Mosfellsdal

08.08.2012

Laxnes-1_kortMosfellsbær áformar að setja í gang vinnu að deiliskipulagi í Mosfellsdal á svæði sem teygir sig frá og með gatnamótum Þingvallavegar/Helgadalsvegar að Bakkakots­golf­velli. Markmið með deiliskipulaginu er einkum að greiða úr vandamálum sem uppi eru á þessu svæði varðandi umferð bíla og ríðandi fólks.

Í 40. gr. skipulagslaga eru ákvæði um gerð verkefnislýsinga fyrir skipulagsverkefni, svo­hljóðandi: „Þegar vinna við gerð deiliskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitar­stjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. (...) Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi.“

Verkefnislýsingin, sem samþykkt hefur verið í skipulagsnefnd og bæjar­stjórn, er hérmeð kynnt bæjarbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við ofangreind ákvæði skipulagslaga.

Athugasemdum og ábendingum varðandi verkefnislýsinguna má koma á framfæri við undirritaðan.

Finnur Birgisson
skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
finnur[hjá]mos.is

Til baka