Tillaga að deiliskipulagi: Dalsgarður í Mosfellsdal

04.06.2020

Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar L123628, L123627 og L123133, skipulagssvæðið er 2,4 ha. að stærð. Umrætt svæði er sunnan Þingvallavegar og austan Æsustaðavegar. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreitum í skipulaginu fyrir gróðurhús eins og þau sem fyrir eru á svæðinu ásamt stækkun á íbúðarhúsinu Dalsgarði. Í tillögunni eru settir fram nýir byggingarskilmálar.

Tillagan verður til sýnis á Upplýsinga- og þjónustutorgi Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 4. júní til 19. júlí 2020 svo þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Uppdrátturinn er einnig birtur á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs, kristinnp[hja]mos.is, eigi síðar en 19. júlí 2020.

4. júní 2020
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
kristinnp[hja]mos.is

 

Til baka