Lækjarhlíð og Klapparhlíð - Deiliskipulagsbreyting

19.11.2020

Mosfellsbær hefur auglýst tillögu að deiliskipulagsbreytingu, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar.

Deiliskipulagstillagan varðar bæði bílastæði við Hulduberg og aðliggjandi leikvöll við Klapparhlíð. Breytingin fyrir svæðið er sett fram á tveimur uppdráttum.

Bílastæði við Hulduberg í Lækjarhlíð

Breytingin felur í sér endurhönnun og fjölgun bílastæða við leikskólann Hulduberg. Innkeyrslu er hliðrað og hraðahindrun staðsett í Lækjarhlíð. Bílastæðum fjölgar um 7 suðaustast á reitnum og verða þau 39 talsins. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða er skilgreint í deiliskipulaginu.

Leikvöllur í Klapparhlíð

Breytingin felur í sér að skilgreina að nýju leikvöll norðan við Klapparhlíð 13. Svæðið nýtist sem leikvöllur í dag en hefur ekki stöðu sem slíkur í skipulagi. Göngustíg norðvestan við leikvöll er hliðrað til í átt frá bílastæðum við Hulduberg.

Uppdrættir eru aðgengilegir öllum á vef sveitarfélagsins, mos.is/skipulagsauglysingar, en einnig á Upplýsingatorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Auglýsing birtist í bæjarblaðinu Mosfellingi.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingar, aðrir teljast samþykkir tillögunni. Ábendingar skulu vera skriflegar og sendar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.

Athugasemdafrestur er frá 19. nóvember 2020 til 3. janúar 2021.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Kristinn Pálsson

Til baka