Kynning á verkefnislýsingum

10.01.2017

Aðalskipulagsbreyting – svæði fyrir þjónustustofnanir austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar og deiliskipulag tengivirkis við Sandskeið.

Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar tvær verkefnislýsingar skv. 30. og 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Fyrir breytingu á aðalskipulagi svæði fyrir þjónustustofnanir austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar, þ.e. að landnotkun á um 0.64 ha. reit (409-S) þar sem nú er svæði fyrir þjónustustofnanir (S) breytist í verslun og þjónustu (VÞ). Þegar umrætt svæði fyrir þjónustustofnanir var skilgreint í aðalskipulagi, var horft til þess að þar myndi rísa slökkvi- og lögreglustöð. Gildandi deiliskipulag svæðsins gerir ráð fyrir þeirri starfsemi. Nú hefur verið fallið frá byggingu lögreglustöðvar og ekki er talið þörf fyrir allt svæðið undir þjónustustöfnanir í náinni framtíð. Hins vegar er þörf fyrir verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) og þá er einkum horft til snyrtilegrar starfsemi sem hæfir staðsetningu í grennd við íbúðarsvæði.

Fyrir gerð deiliskipulags fyrir tengivirki Landsnets við Sandskeið, í tengslum við uppbyggingu 220 kV Sandskeiðslínu 1. Uppbygging Sandskeiðslínu 1er liður í stærra verkefni sem ber heitið Suvesturlínur og er hluti af uppbyggingu og styrkingu raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi. Meginviðfangsefni við deiliskipulagsgerðina er að afmarka lóð fyrir tengivirkið og setja skilmála sem tryggja að tengivirkið hafi sem minnst umhverfisáhrif. Gerð verður grein fyrir aðkomu að tengivirkinu, byggingarreit, nýtingarhlutfalli og tengingu þess við veitur.

Gögn:

Í verkefnalýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar vinsamlegast hafið samband við skipulagsfulltrúa.

Verkefnalýsing liggur frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ og á heimasíðu bæjarins á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til þjónustuversins eða til undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir lok janúar 2017.

5. janúar 2017
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is

Til baka