Þjónustustöð

Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði tækni- og umhverfismála, svo sem snjóruðning, viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða. Þjónustustöð sér einnig um viðhald á fasteignum bæjarins auk rekstur stærri tækja og bíla.

Þjónustustöðin er til húsa að Völuteigi 15.

Hafa samband

Hægt er að hafa samband við Þjónustustöð á opnunartíma Þjónustuvers:

 

Umhverfiseftirlit

Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um umhverfiseftirlit í hverfum Mosfellsbæjar. Hver gata er metin fyrir sig, skráð niður þau atriði sem eru ábótavant, svo sem brotnir kantsteinar, skökk skilti, ástand göngustíga, holur í malbiki og önnur atriði sem betur mega fara. Starfsmenn stöðvarinnar vinna í kjölfarið í endurbótum á umhverfinu.

 

Starfsmenn Þjónustustöðvar

Deildarstjóri eignadeildar

Deildarstjóri þjónustudeildar

Dýraeftirlitsmaður

Fagstjóri Veitna

Fagstjóri garðyrkju og skógræktar

Verkefnastjóri hjá Eignasjóði

Verkefnastjóri garðyrkju

Verkstjóri veitna

Vélamaður

Vélamaður/vörubílstjóri