Snjómokstur

Snjómokstur og hálkueyðing

Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs. Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfarnar einkabílum, mikil hálka eða snjódýpt meiri en 15 cm. Undantekning getur verið gerð ef hætta er á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast.

Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningur sem Mosfellsbær sér ekki um að hreinsa. Það fellur í hlut íbúa að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum.

Snjómokstur og hálkueyðing

Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs. Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfarnar einkabílum, mikil hálka eða snjódýpt meiri en 15 cm. Undantekning getur verið gerð ef hætta er á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast.

Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningur sem Mosfellsbær sér ekki um að hreinsa. Það fellur í hlut íbúa að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum.

Sandur

Íbúar geta sótt sand til að bera á plön og stéttir við heimahús, hjá Þjónustustöðinni við Völuteig 15. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir sandinn.

Salt

Íbúar geta sótt salt til að bera á plön og stéttir við heimahús, hjá Þjónustustöðinni við Völuteig 15. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir saltið.