Sorphirða

Við öll heimili eru tvenns konar sorptunnur, grá fyrir almennt sorp og plast og blá fyrir pappírs- og pappaúrgang.

Heimilissorp er sótt að jafnaði á tíu daga fresti og pappírstunnur eru tæmdar þriðju hverja viku.

Verktakar sjá um sorphirðu á heimilissorpi í Mosfellsbæ. Meðhöndlun sorpsins er á vegum Sorpu bs.

Senda inn beiðni

Grá tunna

Gráa tunnan er svokölluð orkutunna. Í hana má setja:

Blá tunna

Í bláu tunnuna má setja allan pappírs- og pappaúrgang:

  • Dagblöð og tímarit.
  • Fernur (muna að skola vel).
  • Eggjabakka.
  • Skrifstofupappír.
  • Sléttan pappa, t.d. umbúðir utan af morgunkorni, kexi, þvottaefni o.fl.
  • Bylgjupappa, t.d. pizzakassar og pappakassar.

Fjarlægja þarf allar matarleifar og/eða plastumbúðir áður en pappi er settur í bláu tunnuna.

Grenndargámar

  • Bogatangi.
  • Langitangi.
  • Skeiðholt.
  • Dælustöðvarvegur.

Útvíkkun og endurskoðun á grenndargámakerfinu er stöðugt í gangi.

Vinsamlega athugið að rafhlöðum, raftækjum og spilliefnum skal skilað á næstu endurvinnslustöð.

Rusladallar

Um 80 rusladallar eru staðsettir á opnum svæðum og við gönguleiðir í Mosfellsbæ. 

Þeir eru tæmdir og yfirfarnir í hverri viku, á mánudögum og föstudögum.