Evrópsk samgönguvika 16. - 22. september

Dagskrá samgönguviku í Mosfellsbæ

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.


Miðvikudagur, 16. september

Setning samgönguviku.
Hvaða samgöngukrútt ert þú?“ Vistvæn netkönnun sett af stað á samfélagsmiðlum.


Fimmtudagur, 17. september

Fríar hjólastillingar og smáviðgerðir á reiðhjólum.
Dr. Bæk aðstoðar við hjólastillingar og minniháttar lagfæringar reiðhjóla á miðbæjartorginu kl. 15:00 - 17:00.


Föstudagur, 18. september

BMX-dagur á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar.
Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorginu við Þverholt kl. 15:00 - 17:00.
BMX kappar sýna listir sínar og leysa krefjandi hjólaþrautir.


Laugardagur, 19. september

Merking hjólreiðastíga.
Mosfellsbær málar lógó sveitarfélagsins á göngu- og hjólreiðastíg við Úlfarsá við sveitarfélagamörk.


Sunnudagur, 20. september

Bíllausi dagurinn.
Mosfellingar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta.
Strætisvagnar verða sérstaklega merktir samgönguvikunni í anda samgöngukrúttanna.


Mánudagur, 21. september

Hjólateljarar.
Kynning á nýjum hjólateljara á samgöngustíg við Úlfarsfell og tölulegum upplýsingum á kortavef.


Þriðjudagur, 22. september

Kynning á hjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu.
Kynning á lykilleiðum hjólreiða og yfirlitskorti sem sýnir umfangsmikið hjólastígakerfi um höfuðborgarsvæðið.
Vakin athygli á hjóla- og göngustígakortum Mosfellsbæjar á vef bæjarins og þau höfð aðgengileg á íþróttamiðstöðvum og víðs vegar um bæinn.