Veitur

Reikningar

Þjónustuver Hitaveitu Mosfellsbæjar tekur á móti fyrirspurnum um reikninga.

Bilanir

Þjónustuver Mosfellsbæjar tekur á móti tilkynningum um bilanir í vatns- og hitalögnum auk annarra neyðartilvika.


Leiðbeiningar fyrir umsókn um heimlögn

Umsókn nýja tengingu við hitaveitu eða færslu heimæða skal senda í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.

 1. Skráir þig inn í Íbúagáttina með rafrænum skilríkjum.
 2. Smellir á flokkinn „Umsóknir“.
 3. Smellir á hlekkinn „08 Framkvæmd og skipulag“.
 4. Smellir á hlekkinn „Umsókn um heimlögn (heitt og kalt vatn)“.
 5. Fyllir út formið og smellir á „Senda umsókn“.

Reikningur fyrir umsókn mun birtast í netbanka orkukaupanda. Umsóknin telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Gera má ráð fyrir þrem vikum frá greiðslu þar til heimlögn er tengd nýju mannvirki. Tekið verður tillit til byggingarstöðu mannvirkis varðandi dagsetningu tengingar og mun starfsmaður veitna upplýsa umsækjanda áætlaða dagsetningu. Svo tenging geti átt sér stað þarf lagnaleið að vera greið, lóð grófjöfnuð, hús fokhelt og veggur inntaksgrindar fullfrágenginn.
 

Spurt og svarað

Álestri af hitaveitumælum er skilað einu sinni á ári sem er þá uppgjörsreikningur fyrir árið. Oft þarf ekki meira til en að einn ofnloki sé bilaður eða blæðing fyrir snjóbræðslu stendur á sér til að hækka notkun töluvert.

Gott væri að líta yfir kerfið eða fá fagmann í það öðru hverju til að fyrirbyggja óþarfa notkun og athuga hvort eitthvað sé að.

Þjónustuver Hitaveitu Mosfellsbæjar tekur á móti fyrirspurnum um reikninga, sími: 516-6170.

Til Þjónustuvers Mosfellsbæjar, sími 525-6700 eða mos[hja]mos.is.

Líklega stendur þrýstijafnari á sér eða er bilaður. Það þarf að fá pípulagningarmann til að skoða þetta.

Þetta bendir til að það sé stífluð sía á inntakinu sem þarf að hreinsa. Vinsamlega hafðu samband við Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700 eða mos[hja]mos.is. Þjónustuverið kemur þér í samband við starfsfólk Hitaveitunnar.


 

Hönnunarleiðbeiningar Mosfellsbæjar til veituhönnuða

Útgáfudagsetning 07.05.2021

Inngangur
Hér verða lagðar fram hönnunarleiðbeiningar Mosfellsbæjar til veituhönnuða. Tilgangur hönnunarleiðbeininganna er að samræma vinnu hönnuða sem hanna veitukerfi fyrir Mosfellsbæ og skilgreina þær kröfur sem Mosfellsbær gerir til hönnuða.

Hönnunarleiðbeiningar Mosfellsbæjar byggjast á hönnunarleiðbeiningum Veitna.

Hönnuðir skulu fylgja hönnunarleiðbeiningum Veitna eins og þær eru á hverjum tíma. Auk þess skulu hönnuðir fylgja þeim sérákvæðum sem koma fram í þessu minnisblaði. Sérákvæðin koma í staðinn fyrir eða eru lögð fram sem ítarefni við hönnunarleiðbeiningar Veitna.

Hnitakerfi
Planhnit skulu vera í ISN93 landshnitakerfinu en hæðarkerfi skal vera hæðarkerfi Reykjavíkurborgar.

Koma skal fram á öllum teikningum hvaða hnitakerfi hönnunin byggir á, í plani og í hæð.

Hönnunarteikningar veitumiðla
Lagnir veitumiðla sem liggja saman í skurði skulu almennt vera sýndar á sömu teikningu. Þannig skal sýna vatnsveitulagnir og fráveitulagnir á sömu hönnunarteikning. Þar sem hitaveitulagnir liggja almennt í gangstétt þá skal sýna hitaveitu á sérstakri hönnunarteikningu.

Þar sem vatns- og fráveitulagnir liggja í sama skurði og hitaveita getur verið viðeigandi að sýna vatns- og fráveitulagnir á sömu teikningu og hitaveitulagnir. Áður en tekin er ákvörðun um að sýna vatns- og fráveitu á sömu teikningu og hitaveitu skal bera málið undir Mosfellsbæ. 

Teikningar allra veitumiðla skulu sýna bæði grunnmynd og langsnið. Teikningar skulu fylgja hönnunarleiðbeiningum Veitna varðandi merkingar á teikningum og litarval lagna.

Teikningarlykill
Teikningarlykillinn er 10 stafa og skipt upp í KUU-RRR-HHHH

KUU – Tegundaflokkun Vatns- og fráveita Hitaveita
Almennt 170 160
Skurðplan 171 161
Rafbúnaður 173 163
Vélbúnaður 174 164
Lagnakerfi (planmynd) 175 165
Sérteikningar 178 168
Stýringar - kerfismyndir 179 169
     

RRR – Ráðgjafi
Skammstöfun sem einkennir viðkomandi ráðgjafafyrirtæki í hámark þremur bókstöfum.

HHHH – Raðnúmer
Raðnúmer hvers kerfishluta innan viðkomandi verkefnis.

Vinnusvæðamerkingar
Ávallt skal styðjast við gögn Vegagerðarinnar „Reglur um vinnusvæðamerkingar“ og „Merking vinnusvæða – Teikningar“ þegar hannaðar eru vinnusvæðamerkingar í Mosfellsbæ.

Skil á hönnunargögnum
Þegar hönnun er lokið skulu hönnuðir útbúa teikningu á dwg/dxf formi og senda til Mosfellsbæjar á netfangið veitur@mos.is.

Teikningin skal vera á ákveðnu formi, sem lýst er hér að neðan.

Nafn skráa:

 • Nafn skráa skal vera á forminu V-NNNN-Ú.
 • V stendur fyrir tegund veitumiðil:
 • H fyrir heitt vatn
 • K fyrir kalt vatn
 • S fyrir skólp
 • R fyrir regnvatn
 • NNNN stendur fyrir nafni verksins (má vera fleiri stafir).
 • Ú stendur fyrir útgáfu verkefnis
 • Hvert skipti sem breyting fer fram á hönnun og verkefni aftur skilað til Mosfellbæjar skal breyta útgáfunúmeri. Útgáfunúmer er hlaupandi númer og byrjar á 1.

Lagnir: Lagnir skulu vera á forminu LINE. Við hlið hverrar lagnar skal vera texti sem lýsir stærð lagnarinnar.

Brunnar og lokar: Brunnar og lokar skulu merktir inn en þurfa ekki að vera merktir með stærð.

Í teikningu sem send er til Mosfellsbæjar skal einungis vera þeir hlutir sem lýst er hér að ofan. Allar blokkir og POLYLINE skal sprengja. Einnig skal eyða öllum HATCH og SOLID hlutum úr teikningunni.


 

Um Hitaveitu Mosfellsbæjar

Hitaveita Mosfellsbæjar var stofnuð árið 1943 og er eign Mosfellsbæjar, undir yfirstjórn bæjarstjórnar en rekstrarstjórn hennar er falin forstöðumanni tækni- og umhverfissviðs.

Veitusvæði hitaveitunnar er lögsagnarumdæmi Mosfellsbæjar og hefur hitaveitan einkarétt til dreifingar og sölu á heitu vatni á veitusvæði sínu.

Tilgangur hitaveitunnar er að afla, selja og veita heitu vatni um veitusvæði sitt og reka aðra þá starfsemi sem því tengist.

Veitudeild Mosfellsbæjar sér um allt almennt viðhald veitukerfis í bæjarlandinu.