Veitur
Um Hitaveitu Mosfellsbæjar
Hitaveita Mosfellsbæjar var stofnuð árið 1943 og er eign Mosfellsbæjar, undir yfirstjórn bæjarstjórnar en rekstrarstjórn hennar er falin forstöðumanni tækni- og umhverfissviðs.
Veitusvæði hitaveitunnar er lögsagnarumdæmi Mosfellsbæjar og hefur hitaveitan einkarétt til dreifingar og sölu á heitu vatni á veitusvæði sínu.
Tilgangur hitaveitunnar er að afla, selja og veita heitu vatni um veitusvæði sitt og reka aðra þá starfsemi sem því tengist.
Veitudeild Mosfellsbæjar sér um allt almennt viðhald veitukerfis í bæjarlandinu.
Reikningar
Þjónustuver Hitaveitu Mosfellsbæjar tekur á móti fyrirspurnum um reikninga.
- 516-6170.
- Opið virka daga: 08:30-16:30.
Bilanir
Þjónustuver Mosfellsbæjar tekur á móti tilkynningum um bilanir í vatns- og hitalögnum auk annarra neyðartilvika.