Bæjarstjórn

Bæjarstjórn og kjörnir fulltrúar

Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sitja bæjarfulltrúar sem sækja umboð sitt til kjósenda á fjögurra ára fresti. Hlutverk bæjarstjórnar er að móta stefnu bæjarins í hinum ýmsu málaflokkum í víðu samhengi og í því sambandi að setja nauðsynlegar reglur og samþykktir. Bæjarstjórn fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins og hefur æðsta vald varðandi starfsmannaráðningar sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja í samræmi við Sveitarstjórnarlög nr.138/2011

Með meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2018-2022 fara fulltrúar D lista og V lista.

Fundir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi.

Næstu fundir:

Dagskrá funda er auglýst í Þjónustuveri, á jarðhæð í Kjarna og á vef Mosfellsbæjar.


Streymi og upptökur af fundum

 


 

Upptökur frá fundum bæjarstjórnar 


Myndbandsupptaka

Hér má sjá myndbandsupptökur frá fundum í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar

Einnig má sjá upptöku á videorás Mosfellsbæjar á youtube  

 

Hljóðupptaka

Í apríl 2014 var upptökubúnaður uppfærður á þann hátt að hægt er að spila upptökur af fundum beint og þarf  því ekki lengur að opna fundargerð til hlustunar eins og áður var. Hér er hægt að nálgast hljóðupptökur af fundum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. 


  Fleiri upptökur

  Aðalmenn

  Bjarki Bjarnason   Forseti  (V)  
  Sveinn Óskar Sigurðsson 1. varaforseti  (M) 
  Ásgeir Sveinsson 2. varaforseti  (D)   
  Kolbrún Þorsteinsdóttir Aðalmaður  (D) 
  Stefán Ómar Jónsson  Aðalmaður  (L) 
  Valdimar Birgisson    Aðalmaður   (C) 
  Haraldur Sverrisson   Aðalmaður (D) 
  Anna Sigríður Guðnadóttir Aðalmaður (S) 
  Rúnar Bragi Guðlaugsson Aðalmaður  (D) 

    

  Varabæjarfulltrúar

  Bryndís Brynjarsdóttir   1. varabæjarfulltrúi  (V) 
  Lovísa Jónsdóttir  1. varabæjarfulltrúi  (C) 
  Herdís Kristín Sigurðardóttir 
  1. varabæjarfulltrúi     (M)
  Margrét Guðjónsdóttir  1. varabæjarfulltrúi  (L) 
  Ólafur Ingi Óskarsson  1. varabæjarfulltrúi  (S) 
  Arna Björk Hagalínsdóttir  1. varabæjarfulltrúi  (D) 
  Hafsteinn Pálsson 2. varabæjarfulltrúi   
  (D)
  Helga Jóhannesdóttir
  3. varabæjarfulltrúi      (D)
  Kristín Ýr Pálmarsdóttir
  4. varabæjarfulltrúi     (D)

   

  Meginreglan er sú að íbúar og viðskiptamenn eigi að hafa samband við kjörna fulltrúa ef þeir vilja:
  • koma að skoðunum sínum varðandi framtíðarþróun í sveitarfélaginu
  • koma á framfæri ábendingum varðandi reglur og samþykktir sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á.

  Dagskrá funda er auglýst á jarðhæð í Kjarna og hér á vef Mosfellsbæjar.