Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2009

11/09/2009
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2009 er Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettleikari. Hann tók á móti útnefningunni á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Sigurður hefur leikið kammertónlist með hinum ýmsu tónlistarhópum og komið fram á mörgum hljómdiskum t.d. Ave María Diddúar og drengjanna, einnig “Og fjöllin urðu kyr”, afmælisdagskrá Mosfellsbæjar, sem gefinn var út í tilefni 20 ára afmælis Mosfellsbæjar. Þá eru til margvíslegar  hljóðritanir þar sem Sigurður leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Meira ...

Mosfellsbær í fararbroddi í sjálfbærri þróun

09/09/2009
Mosfellsbær og Landvernd skrifuðu nýverið undir nýjan samning vegna verkefnisins Vistvernd í verki.  Mosfellsbær er með fyrstu sveitarfélögum á landinu til að endurnýja samning sinn við Landvernd vegna verkefnisins og er þannig í fararbroddi í sjálfbæri þróun.
Meira ...

Fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi í Miðbæ - Forkynning

04/09/2009
Í undirbúningi er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024. Um er að ræða breytingar í Miðbænum, annars vegar á afmörkun hverfisverndar á klapparholtinu Urðum, og hinsvegar stækkun miðbæjarsvæðis að gatnamótum Langatanga og Vesturlandsvegar.
Meira ...

Gullætur og ísbjarnarkjöt í Listasal

04/09/2009
Laugardaginn 5. september kl. 14:00 opnar sýning Bjargeyar Ólafsdóttur Gullæturnar / The Gold Eaters (Ég les ítalska Vouge og borða ísbjarnarkjöt með puttunum / I read Italian Vouge and eat polarbear meat with my fingers) í Listasalnum.
Meira ...

Umhverfisviðurkenningarnar 2009

03/09/2009
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2009 voru afhentar á bæjarhátíðinni Í túninu heima um síðustu helgi. Þrennar viðurkenningar voru afhentar.
Meira ...

Vel lukkuð bæjarhátíð

01/09/2009
Í túninu heimaBæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, fór fram um síðustu helgi og eru þátttakendur sem og skipuleggjendur almennt sammála um að hátíðin í ár hafi verið sú best heppnaða til þessa enda var þátttaka með eindæmum góð.
Meira ...

Nýr vefur Mosfellsbæjar kominn í loftið

28/08/2009
Nýr vefur Mosfellsbæjar hefur verið settur í loftið. Vefurinn er byggður upp með það að markmiði að auðvelda notendum aðgang að hvaða upplýsingum sem leitað er að. Tekin hefur verið í notkun öflug leitarvél sem leita mun jafnt í efni vefjarins sem og fundargerðum nefnda Mosfellsbæjar.
Meira ...

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ með opið hús Í túninu heima

28/08/2009
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ verður með opið hús í tilefni bæjarhátíðarinnar Í túninu heima laugardaginn 29. ágúst kl. 13-17.
Meira ...

Spennandi bæjarhátíð framundan

28/08/2009
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar verður haldin helgina 28.-30. ágúst og er dagskráin að vanda fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg. Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi á föstudag kl. 20 og verður gengið í karnivalskrúðgöngu að lokinni setningarathöfn yfir í Ullarnesbrekkur þar sem varðeldur verður tendraður og brekkusöngur sunginn.
Meira ...

Spennandi bæjarhátíð framundan

28/08/2009
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar verður haldin helgina 28.-30. ágúst og er dagskráin að vanda fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg. Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi á föstudag kl. 20 og verður gengið í karnivalskrúðgöngu að lokinni setningarathöfn yfir í Ullarnesbrekkur þar sem varðeldur verður tendraður og brekkusöngur sunginn.
Meira ...

Síða 242 af 244