Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. apríl 2024

Í dag, föstu­dag­inn 12. apríl var skrif­að und­ir samn­ing við fyr­ir­tæk­ið Óskatak vegna fyrsta áfanga ný­fram­kvæmda á Varmár­völl­um.

Verk­ið var boð­ið út fyrr í vet­ur og var fyr­ir­tæk­ið Óskatak ehf með lægsta til­boð­ið eða kr. 136.359.500 sem var tölu­vert und­ir kostn­að­ar­áætlun.

Verk­ið fel­ur í sér jarð­vinnu og ferg­ingu vegna gervi­grasvall­ar. Auk þess felst verk­ið í upp­greftri fyr­ir frjálsí­þrótta­velli, fyll­ingu og ferg­ingu á hon­um þeg­ar ferg­ingu er lok­ið á gervi­grasvelli.

Helstu magn­töl­ur í verk­efn­inu eru:

  • Hlaupa­braut­ar­efni, upp­rif og förg­un: 4.800 m2
  • Mal­bik, upp­rif og förg­un: 5.600 m2
  • Up­p­úr­tekt og brottakst­ur: 18.360 m3
  • Að­flutt malar­fyll­ing: 26.950 m3
  • Brott­flutt malar­fyll­ing, af­gangs­farg: 2.900 m3

Verk­ið er þeg­ar haf­ið en ver­ið er að flytja efni á brott þessa dag­ana sem verð­ur nýtt í upp­græðslu á göml­um efn­is­nám­um í Krýsu­vík. Gert er ráð fyr­ir að verk­inu verði að fullu lok­ið í byrj­un des­em­ber.

Næstu áfang­ar eru lýs­ing, lagna­vinna og yf­ir­borðs­frá­gang­ur sem verð­ur boð­ið út í þrem­ur út­boð­um. Sum­ar­ið/haust­ið 2025 verð­ur svæð­ið full­bú­ið með knatt­spyrnu­velli (að und­an­skil­inni stúku) og 200 m hlaupa­braut ásamt æf­inga­að­stöðu fyr­ir frjáls­ar íþrótt­ir.


Mynd: Guð­jón Svans­son leið­togi íþrótta- og lýð­heilsu­mála, Ósk­ar Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Óska­taks, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Birna Kristín Jóns­dótt­ir formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar og Ill­ugi Þór Gunn­ars­son verk­efna­stjóri um­hverf­is­sviðs.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00