Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2018

Stein­þór Hró­ar Stein­þórs­son, Steindi Jr., er al­inn upp og bú­sett­ur í Mos­fells­bæ. Hann er skap­andi lista­mað­ur og hef­ur náð ár­angri á fleiri en einu sviði lista. Hann hef­ur gert sjón­varps­þætti, leik­ið og skrif­að hand­rit og sann­að sig bæði í leik­list og tónlist.

Steindi Jr. hef­ur gert garð­inn fræg­an í gaman­hlut­verk­um og í seinni tíð einn­ig verk­um í al­var­legri kant­in­um en hann vann Edd­una 2018 sem besti leik­ar­inn fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­inni Und­ir trénu. Hann er skap­andi og frjór í sinni list­sköp­un og höfð­ar til breiðs hóps.

Þá hef­ur hann með áber­andi hætti ver­ið tengd­ur við Mos­fells­bæ í mörgu að því sem hann hef­ur tek­ið sér fyr­ir hend­ur. Í því til­liti hef­ur hann lagt sig fram um að vekja at­hygli á upp­runa sín­um í Mos­fells­bæ og tek­ið þátt í mörg­um verk­efn­um inn­an bæj­ar­ins.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00