Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hring­ur Jó­hann­esson fædd­ist í Að­al­dal árið 1932 og lést árið 1996.

Hring­ur stund­aði nám við Hand­íða- og mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík á ár­un­um 1949-1952 og lauk það­an teikni­kenn­ara­prófi. Hann þótti vera einn helsti full­trúi ljóð­ræns nýraun­sæ­is í ís­lenskri mynd­list á sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um.

Sem mynd­list­ar­mað­ur starf­aði hann við aug­lýs­inga­gerð, bóka­skreyt­ing­ar, myndskreyt­ing­ar fyr­ir dag­blöð og tímarit auk hönn­un­ar ein­kenn­is­merkja og minn­is­pen­inga fyr­ir marg­vís­leg fé­lög og til­efni.

Á ferli sín­um hélt hann rúm­lega fimm­tíu einka­sýn­ing­ar á verk­um sín­um hér á landi auk nokk­urra í Dan­mörku. Þar að auki tók hann þátt í á átt­unda tug sam­sýn­inga.
Verk eft­ir Hring eru með­al ann­ars í eigu Lista­safns Ak­ur­eyr­ar, Lista­safns ASÍ, Lista­safns Borg­ar­ness, Lista­safns Hafn­ar­fjarð­ar, Lista­safns Há­skóla Ís­lands, Lista­safns Húsa­vík­ur, Lista­safns Ís­lands, Lista­safns Reykja­vík­ur og Ný­l­ista­safns­ins í Reykja­vík.

Hring­ur hlaut starfs­laun lista­manna í eitt ár, árið 1982, og sex mán­aða starfs­laun hjá launa­sjóði mynd­list­ar­manna í Reykja­vík árið 1993.

Á ferli Hrings birt­ist víða um­fjöllun um verk hans á síð­um dag­blaða og tíma­rita, fjöldi við­tala í ljósvakamiðl­um, auk þess sem skrif­að­ar hafa ver­ið um hann náms­rit­gerð­ir bæði við Mynd­lista- og hand­íða­skól­ann og Kenn­ara­há­skóla Ís­lands.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Úr hljóðaklett­um. 1986
Efni – að­ferð: Pastellit­ir
Stærð: 60×70 cm
Stað­setn­ing: Íbúð­ir aldr­aðra að Hlað­hömr­um (for­stofa)

Verk­ið er gjöf frá Kvenna­deild Styrkt­ar­fé­lags lam­aðra og fatl­aðra, á stofn­degi Mos­fells­bæj­ar 9. ág­úst 1987

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00