Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Haust­ið 2018 var hald­inn op­inn íbúa­fund­ur í Hlé­garði um end­ur­skoð­un menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar og hafa hug­mynd­ir frá þeim fundi mótað end­ur­skoð­un stefn­unn­ar. Fengn­ir voru ut­an­að­kom­andi ráð­gjaf­ar til að halda utan um fund­inn og vinna úr nið­ur­stöð­um hans.

Jafn­framt var hald­inn fund­ur með ung­menna­ráði og nem­enda­ráði fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar eft­ir að í ljós kom að yngra fólk sótti opna íbúa­fund­inn í minna mæli en eldri ald­urs­hóp­ar.

Að því loknu vann menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd að stefn­unni og í kjöl­far­ið var for­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála fal­ið að vinna úr fyr­ir­liggj­andi gögn­um og sjón­ar­mið­um nefnd­ar­manna.

End­ur­skoð­un á menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar hef­ur einn­ig skír­skot­un til þeirr­ar stefnu­mót­un­ar sem fram fór hjá Mos­fells­bæ árið 2017 og gild­ir til árs­ins 2027. Að þeirri vinnu komu starfs­menn Mos­fells­bæj­ar og kjörn­ir full­trú­ar. Loks tek­ur stefn­an mið af eldri stefnu í mála­flokkn­um frá ár­inu 2012 eft­ir því sem við á.


Fram­tíð­ar­sýn

Fram­tíð­ar­sýn Mos­fells­bæj­ar til árs­ins 2027 er þessi:

Mos­fells­bær er fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi.

Meg­in­hluti starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins hverf­ist um þarf­ir og vel­ferð íbúa og á það við um öll svið mann­lífs­ins í Mos­fells­bæ.

Í menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar er því leit­ast við að skapa um­gjörð fyr­ir sköp­un og menn­ing­ar­starf­semi sem er til þess fallin að efla sam­fé­lag­ið og byggja und­ir þann fé­lagsauð sem Mos­fells­bær býr yfir sem sam­fé­lag. Allt eru þetta við­fangs­efni og eig­in­leik­ar sem þarf að vakta og við­halda í góðri sam­vinnu við íbúa á hverj­um tíma.


Áherslu­flokk­ar

Áherslu­flokk­ar í stefnu Mos­fells­bæj­ar eru rétt þjón­usta, flott fólk og stolt sam­fé­lag og und­ir hverj­um áherslu­flokki eru svo þrjár áhersl­ur.

  • Rétt þjón­usta: Per­sónu­leg­ur, skil­virk­ur, snjall
  • Flott fólk: Sam­starfs­fús, fram­sæk­inn, með­vit­að­ur
  • Stolt sam­fé­lag: Eft­ir­sótt­ur, heil­brigð­ur, sjálf­bær

Þann­ig vill Mos­fells­bær vera per­sónu­leg­ur, skil­virk­ur og snjall þeg­ar kem­ur að því að veita rétta þjón­ustu. Í áherslu­flokkn­um flott fólk vill Mos­fells­bær vera sam­starfs­fús, fram­sæk­inn og með­vit­að­ur. Og þeg­ar kem­ur að stoltu sam­fé­lagi vill Mos­fells­bær vera eft­ir­sótt­ur, heil­brigð­ur og sjálf­bær.

Á sviði menn­ing­ar­mála er mik­il­vægt að Mos­fells­bær sjái fyr­ir og mæti þörf­um íbúa, lista­manna og gesta fyr­ir vett­vang menn­ing­ar­miðl­un­ar og styðji við skap­andi störf. Slíkt get­ur ver­ið þátt­ur í að auka lífs­gæði íbúa, gesta Mos­fell­inga og starf­andi lista­manna á hverj­um tíma og byggja þann­ig upp og við­halda þeim fé­lagsauði sem ein­kenn­ir sam­fé­lag­ið og birt­ist með­al ann­ars í öfl­ugu menn­ing­ar­lífi.

Loks tek­ur menn­ing­ar­stefn­an mið af gild­um bæj­ar­ins: Virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja. Þann­ig er virð­ing borin fyr­ir fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins og fyr­ir sögu bæj­ar­ins, já­kvæðni ein­kenn­ir við­horf til menn­ing­ar­sköp­un­ar og menn­ing­ar­starf­semi bæj­ar­ins er fram­sækin.


Meg­in­markmið

Meg­in­markmið menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar eru að móta áhersl­ur í menn­ing­ar­mál­um, efla og styðja við fjöl­breytta menn­ingu í bæn­um, auka að­gengi íbúa að menn­ingu og stuðla að virkri þátt­töku þeirra. Leið­ir að því mark­miði eru til að mynda að bær­inn við­haldi og þrói að­stöðu fyr­ir menn­ing­ar­starf­semi, veiti fjár­mun­um til menn­ing­ar­starf­semi og komi með virk­um hætti að kynn­ingu og mark­aðs­setn­ingu á þeim menn­ing­ar­við­burð­um eða því menn­ing­ar­starfi sem í boði er á hverj­um tíma.

Stefn­an skipt­ist í fjóra áherslu­flokka sem eru að skapa rými, fanga fjöl­breyti­leik­ann, efla tengslin og segja sög­ur.


1. Sköp­um rými

Að­staða

Mos­fells­bær leit­ast við að greiða götu lista­manna og list­unn­enda og legg­ur sig fram við að skapa vett­vang fyr­ir fjöl­breytta menn­ing­ar­starf­semi. Hlúð er að frum­kvæði íbúa og hvatt til þátt­töku þeirra í menn­ing­ar­starf­semi.

Að­gerð­ir

  • Hlé­garð­ur verði mið­stöð menn­ing­ar­lífs í Mos­fells­bæ.
  • Lok­ið verði við að út­færa áætlun um breyt­ing­ar á Hlé­garði, hanna þær og skipta þeim upp í áfanga til næstu fjög­urra ára.
  • Vinna með Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar að því að kanna hvort og þá hvern­ig væri unnt að koma fram­tíð­ar að­stöðu
    leik­list­ar­starfs fé­lags­ins og skóla í Mos­fells­bæ fyr­ir í Hlé­garði. Tek­ið verði mið af til­lög­um arki­tekta um hag­nýt­ingu efri hæð­ar Hlé­garðs við könn­un­ina.
  • Nýta enn bet­ur í þágu lista og menn­ing­ar þær stofn­an­ir og hús­næði sem bær­inn hef­ur yfir að ráða.
  • Lok­ið verði við end­ur­mat á rekstr­ar­fyr­ir­komu­lagi Hlé­garðs og end­ur­mót­un verka­skipt­ing­ar milli rekstr­ar­að­ila Hlé­garðs og Mos­fells­bæj­ar.
  • Móta á þeim grunni fram­tíð­ar­sýn fyr­ir nýt­ingu og þró­un á starf­semi í hús­inu til efl­ing­ar menn­ing­ar­lífs bæj­ar­ins.
  • Mos­fells­bær sinni hluta af við­burða­haldi í Hlé­garði í sam­vinnu við rekstr­ar­að­ila á hverj­um tíma og nýt­ing og þró­un á starf­semi í hús­inu verði lyftistöng fyr­ir menn­ing­ar­líf bæj­ar­ins.
  • Vægi list­ar í op­in­beru rými verði auk­ið með því að fjölga um­hverf­islista­verk­um á lyk­il­svæð­um í bæn­um, jafnt grón­um sem ný­byggð­um.
  • Efri hæð Hlé­garðs verði nýtt sem að­staða fyr­ir lista­menn og fé­laga­sam­tök og skap­að verði rými sem styð­ur við
    menn­ing­ar­starf­semi í bæn­um.
  • Vinna að verk­efn­um sem styðja við upp­bygg­ingu Ála­fosskvos­ar og varð­veita það yf­ir­bragð og þel sem þar þekk­ist.
  • Kom­ið verði upp föstu sviði í Ála­fosskvos.
  • Lista- og menn­ing­ar­sjóð­ur Mos­fells­bæj­ar verði efld­ur í áföng­um og veiti aukna styrki til verk­efna á sviði lista og menn­ing­ar.

2. Fögn­um fjöl­breyti­leik­an­um

Fjöl­breyti­leiki

Mark­visst stuðlað að því að menn­ing­ar­líf bæj­ar­ins sé fjöl­breytt og að­gengi­legt fyr­ir alla hópa sam­fé­lags­ins. Lögð er áhersla á ný­sköp­un, frum­kvæði og að nýj­um hug­mynd­um sé tek­ið fagn­andi og þeim fund­inn far­veg­ur.

Að­gerð­ir

  • Halda á lofti og þróa áfram ár­lega við­burði sem hafa fest sig í sessi: Þrett­ánda­brenna, Menn­ing­ar­vor, þjóð­há­tíð­ar­dagskrá, bæj­ar­há­tíð­in Í tún­inu heima og Bók­mennta­hlað­borð Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar.
  • Vinna að að jöfn­um tæki­fær­um fyr­ir þá sem vilja skapa list og vinna að menn­ing­ar­tengd­um verk­efn­um inn­an Mos­fells­bæj­ar.
  • Hvetja nýja íbúa í Mos­fells­bæ til að taka virk­an þátt í menn­ing­ar­lífi bæj­ar­ins.
  • Þróa og út­færa nýja við­burði á borð við Fjöl­menn­ing­ar­há­tíð þar sem íbú­ar geta kynnst menn­ingu og sið­um ann­arra landa.
  • Koma á sam­vinnu milli ólíkra hópa á sviði menn­ing­ar og milli fjöl­breyttra list­greina.

3. Efl­um tengslin

Sam­st­arf

Sér­stak­lega hlúð að menn­ing­ar­stofn­un­um og gott flæði tryggt á milli þeirra og ann­arra hluta sam­fé­lags­ins. Horft verði til þess að sam­tvinna menn­ingu inn í dag­legt líf barna og ung­linga og byggja upp vett­vang þar sem hægt er að leiða sam­an at­vinnu­líf og list­sköp­un.

Að­gerð­ir

  • Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar sé menn­ing­ar­miðja bæj­ar­ins og gegni hlut­verki þriðja stað­ar­ins; rými sem hvorki er heim­ili né vinna eða skóli. Áfram verði lögð áhersla á að bjóða alla bæj­ar­búa vel­komna í bóka­safn­ið og leit­ast við að bregð­ast við þörf­um um fræðslu og þjón­ustu. Fjöldi við­burða verði auk­inn í sam­vinnu við íbúa.
  • Að Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar verði eft­ir­sótt­ur vett­vang­ur til að sýna mynd­list jafnt helstu lista­manna lands­ins sem og hæfi­leika­ríks áhuga­fólks og að bæj­ar­bú­ar leiti þang­að til að njóta mynd­list­ar og menn­ing­ar.
  • Koma á sam­vinnu milli skóla og menn­ing­ar­fé­laga í bæn­um.
  • Efla ung­menna­hús­ið Mos­ann og auka sam­st­arf ungs fólks á sviði lista og menn­ing­ar­mála.
  • Leggja rækt við menn­ing­ar­upp­eldi barna og stuðla að þátt­töku barna og ung­menna í menn­ing­ar­starfi með fjöl­breyttu fram­boði af menn­ingu.
  • Vinna með öðr­um sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við að koma menn­ing­ar­starf­semi í Mos­fells­bæ á fram­færi í mark­aðs­sam­starfi sveit­ar­fé­lag­anna.
  • Efla og styðja við menn­ing­ar­tengda ferða­þjón­ustu með þátt­töku í sam­starfs­verk­efn­um inn­an bæj­ar­ins og utan hans.
  • Leita leiða til að mynda tengsl og sækja fjár­magn í op­in­bera sjóði er­lend­is frá.

4. Segj­um sög­ur

Nátt­úr­an og sag­an

Mos­fells­bær er sveit í borg. Sál og sögu bæj­ar­ins er hald­ið á lofti með þeirri sér­stöðu sem bær­inn býr yfir og hef­ur skap­að sér. Tengslin við nátt­úr­una og sög­una eru órjúf­an­leg­ur hluti af menn­ing­ar­lífi bæj­ar­ins í gegn­um söfn og aðra menn­ing­ar­tengda við­burði.

Að­gerð­ir

  • Boð­ið verði upp á ein­falda við­burði tengda sögu bæj­ar­ins með hug­mynd­ir bæj­ar­búa að leið­ar­ljósi. Um gæti ver­ið að ræða þætti eins og fræðslu­göng­ur, skálda­göng­ur, lista­verka­göng­ur, fugla­skoð­un og stjörnu­skoð­un.
  • Hluti af appi Mos­fells­bæj­ar verði tengt menn­ing­ar­við­burð­um og menn­ing­ar­starf­semi.
  • Mos­fells­bær haldi á lofti fram­lagi Hall­dórs Lax­ness til bók­mennta og tengi það ann­arri menn­ing­ar­starf­semi.
  • Styðja við og kynna menn­ingu og menn­ing­ar­tengda ferða­þjón­ustu sem er í boði í Mos­fells­dal.
  • Sýni­leiki saf­neign­ar Hér­aðs­skjala­safns Mos­fells­bæj­ar verði auk­inn með því að flytja starf­sem­ina nær Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar. Sér­stök áhersla verði lögð á mynda­safn og sta­f­ræna miðlun þess.
  • Kann­að verði hvort fýsi­legt sé að koma á lagg­irn­ar, í sam­vinnu við áhuga­sama að­ila og safn­ara, vísi að söfn­um sem gerðu skil sögu ull­ar og her­náms í því sem áður var Mos­fells­sveit.

Ít­ar­efni

Þau und­ir­markmið heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna sem horft er til í þeim mark­mið­um sem sett eru fram í menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00