Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær vinn­ur að inn­leið­ingu á verk­efn­inu Barn­vænt sveit­ar­fé­lag í sam­vinnu við Unicef á Ís­landi í fyrsta sinn.

Barn­væn sveit­ar­fé­lög er al­þjóð­legt verk­efni (e. Child Friend­ly Cities Initiati­ve – CFCI) sem hef­ur það að mark­miði að bæta að­stæð­ur barna og tryggja að ávallt sé tek­ið til­lit til þeirra rétt­inda og unn­ið sé sam­kvæmt Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna í allri ákvarð­ana­töku, stefnu og vinnu inn­an sveit­ar­fé­lags­ins. Mark­mið­ið með inn­leið­ingu á Barn­vænu sveit­ar­fé­lagi er að eiga mark­visst sam­ráð og í sam­vinnu við börn og ung­menni varð­andi þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins.

Inn­leið­ing­in er unn­in í átta skref­um eins og má sjá hér:

Inn­leið­ing­ar­ferl­ið get­ur tek­ið að minnsta kosti tvö ár en að þeim tíma lokn­um get­ur sveit­ar­fé­lag­ið sótt um við­ur­kenn­ingu sem Barn­vænt sveit­ar­fé­lag. Við­ur­kenn­ing­in gild­ir í þrjú ár en sveit­ar­fé­lag­ið þarf að halda inn­leið­ing­unni stöð­ugt áfram og fara í gegn­um skref­in átta aft­ur, setja sér ný markmið og óska eft­ir nýju mati að þeim þrem­ur árum liðn­um.

Hluti af skrefi 2 er barna- og ung­menna­þing og var það hald­ið þann 13. apríl í Hlé­garði í Mos­fells­bæ og voru þátt­tak­end­ur nem­end­ur í 5.-10. bekk í skól­um Mos­fells­bæj­ar. Rúm­lega 90 manns tóku þátt í þing­inu og voru það full­trú­ar ung­menna­ráðs sem voru gest­gjaf­ar og settu þing­ið. Nem­end­ur úr Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar (FMOS) voru borð­stjór­ar og ráð­gjaf­ar frá KPMG að­stoð­uðu við fram­kvæmd og úr­vinnslu. Kraft­ur, gleði og sam­heldni var alls­ráð­andi á þess­um sól­ríka degi og voru þátt­tak­end­ur sam­mála um að dag­ur­inn hafi heppn­ast vel.

Helstu nið­ur­stöð­ur um­ræðna á þing­inu voru inn­an­bæjar­strætó, fleiri stuðn­ings­full­trú­ar í skól­um, aukin fræðsla um and­lega heilsu, betri mat­ur og betri leik­velli fyr­ir boltaí­þrótt­ir.

Ung­mennaráð kynnti nið­ur­stöð­ur þings­ins á fundi með bæj­ar­stjórn í upp­hafi á nýju skóla­ári þann 6. sept­em­ber 2023. Áfram­hald­andi vinna með nið­ur­stöð­ur þings­ins í sam­ráði við ung­mennaráð verð­ur skóla­ár­ið 2023-2024 og næstu skref í inn­leið­ingu tekin.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00