Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Það var margt um mann­inn í fé­lags­heim­il­inu Hlé­garði fimmtu­dag­inn 21. mars þeg­ar tæp­lega 250 gest­ir mættu á Sögu­kvöld.

Yf­ir­skrift kvölds­ins var Her­set­in sveit og var um­fjöll­un­ar­efn­ið her­náms­árin og vera her­manna í Mos­fellsveit. Sig­urð­ur Hreið­ar Hreið­ars­son og Leif­ur Reyn­is­son sagn­fræð­ing­ur fjöll­uðu um þessa miklu breyt­inga­tíma í ís­lensku sam­fé­lagi. Bjarki Bjarna­son rit­höf­und­ur stýrði um­ræð­um og sýnd­ar voru ljós­mynd­ir frá her­náms­ár­un­um sem varð­veitt­ar eru í Hér­aðs­skjala­safni Mos­fells­bæj­ar. Víða í sveit­inni má sjá minj­ar um her­set­una, en tæp­lega 10.000 her­menn höfðu að­set­ur í Mos­fells­sveit þeg­ar mest var á ár­un­um 1940-1944. Á sögu­kvöld­inu var fjallað um til­drög her­set­unn­ar, sam­skipti her­manna og íbúa sveit­ar­inn­ar, að­bún­að og vist­ar­ver­ur her­mann­anna og ým­is­legt fleira.

Tryggvi Blu­men­stein sýndi valda muni úr stríðs­minja­safni sínu, en hann hef­ur um ára­bil safn­að mun­um frá seinni heimstyrj­öld­inni tengd­um Ís­landi.

Fé­lag­ar úr Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar brugðu á leik: þvotta­kon­ur teygðu þvott af mikl­um móð og dát­ar stigu létt­an dans við uppá­klædd­ar döm­ur.

Sig­ur­jón Al­ex­and­er­son gíta­leik­ari og Jokka G. Birnu­dótt­ir söng­kona fluttu ljúfa tóna og boð­ið var upp á kaffi og veitingar í hléi.

Sögu­kvöld­ið var hluti Menn­ing­u í mars, sem er  verk­efni á veg­um menningar- og lýðræðisnefndar Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur það að mark­miði að efla menn­ing­ar­starf í bæn­um, gera það sýni­legra og hjálpa þeim sem að því standa að kynna sig.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00