Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. desember 2012

Hjóla­fólk gladd­ist inni­lega í dag er nýr hjóla- og göngu­stíg­ur milli Mos­fells­bæj­ar og  Reykja­vík­ur var form­lega tek­inn í notk­un af borg­ar­stjóra, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar og vega­mála­stjóra.

Eft­ir að klippt hafði ver­ið á borða á skjól­góð­um stað á stígn­um steig hjóla­fólk á reið­hjól sín og hélt með klingj­andi bjöllu­hljóm í átt til Reykja­vík­ur.

Nýi stíg­ur­inn er góð sam­göngu­bót og er hann hluti af stofn­stíga­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Stíg­ur­inn ger­ir hjól­reið­ar að raun­hæf­um val­kosti allt árið þeim sem eiga er­indi í og úr Mos­fells­bæ á degi hverj­um til dæm­is vegna vinnu.

Göngu- og hjóla­stíg­ur­inn er til­val­inn til úti­vist­ar ekki síst í vet­ur en í  hópn­um voru marg­ir sem stunda hjól­reið­ar all­an árs­ins hring. Hjól­reiða­fólk er hvatt til að nota bjöll­ur sín­ar til að gera gang­andi við­vart ekki síst nú í skamm­deg­inu. Í vor þeg­ar veð­ur leyf­ir verð­ur geng­ið frá yf­ir­borð­merk­ing­um til að að­skilja gang­andi og hjólandi. Einn­ig er eft­ir að ganga frá hraða­hindr­un á að­komu­veg að Bauhaus til að tryggja enn frek­ar ör­yggi hjóla­fólks og gang­andi veg­far­enda.

Vega­gerð­in, Mos­fells­bær og Reykja­vík­ur­borg stóðu sam­eig­in­lega að fram­kvæmd­um við stíg­inn sem fólust í teng­ingu stíga­kerfa sveit­ar­fé­lag­anna með lagn­ingu stofn­stígs frá at­hafna­svæði skóg­rækt­ar Mos­fells­bæj­ar við Hamra­hlíð að göngu­leið við akst­ursrampa að Bauhaus í Höll­um. Verk­ið var boð­ið út í lok maí og var verk­taka­fé­lag­ið Glaum­ur ehf. hlut­skarp­ast. Sett var upp göngu­brú, jarð­vegs­skipti námu 4.500 rúm­metr­um og mal­bik­að­ir voru um 5 þús­und fer­metr­ar. Geng­ið var frá ræs­um og 38 ljós­stólp­ar sett­ir upp. Stíg­ur­inn var lagð­ur i gegn­um skóg­rækt­ar­svæð­ið í sátt við Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar og að þess beiðni voru tré sem felld voru skilin eft­ir til að brotna nið­ur nátt­úru­lega. Einn­ig tókst vel til með að færa gróð­ur­þekju úr stíg­stæð­inu og end­ur­nýta á flá­um við stíg­inn. Heild­ar­kostn­að­ur fram­kvæmda nam um 60 millj­ón­um króna, sem deil­ist á verk­kaupa.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00