Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Íþrótta­fólk Mos­fells­bæj­ar 2010

Íþrótta­kon­ur Mos­fells­bæj­ar 2010 voru kjörn­ar þær Nína Björk Geirs­dótt­ir golfí­þrótta­kona úr Golf­klúbbn­um Kili og Sig­ríð­ur Þóra Birg­is­dótt­ir knatt­spyrnu­kona úr Aft­ur­eld­ingu. Þær urðu jafn­ar í kjör­inu með 93 stig.

Nína Björk Geirs­dótt­ir

Nína sýndi frá­bær­an ár­ang­ur á ár­inu og fór með­al ann­ars holu í höggi á Ís­lands­mót­inu í holu­keppni, lenti í fjórða sæti á lands­móti GSÍ. Hún spil­aði fyr­ir Ís­lands hönd í Evr­ópu­keppni lands­liða þar sem hún stóð sig best af ís­lensku kepp­end­un­um í mót­inu. Nína var kos­in íþrótta­kona Golf­klúbbs­ins 2010.

Sig­ríð­ur Þóra Birg­is­dótt­ir

Sig­ríð­ur Þóra hef­ur ver­ið að keppa með U17 og U19 lands­lið­um Ís­lands þar sem hún hef­ur keppt sam­tals í 11 leikj­um. Þótt Sig­ríð­ur Þóra sé ung að árum er hún ein af lyk­il­leik­mönn­um í meist­ara­flokki Aft­ur­eld­ing­ar síð­ustu fjög­ur ár og ver­ið fyr­ir­liði liðs­ins í nokkr­um leikj­um. Hún var jafn­framt kjörin íþrótta­kona Aft­ur­eld­ing­ar 2010.

Kristján Helgi Carrasco

íþrótta­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2010 var kjörin Kristján Helgi Carrasco með 93 stig.

Hann var í 1. sæti á Bikar­meist­ara­móti Ís­lands KAÍ og í 1. sæti á Grand Prix meist­ara­móti Kata á veg­um KAÍ. Bæði mót­in eru hald­in þrisvar á keppn­is­tíma­bil­inu og eru stig­in talin sam­an.Kara­tes­am­band Ís­lands út­nefndi hann sem Kara­temann Ís­lands 2010. Hann var kjör­inn íþrótta­mað­ur Aft­ur­eld­ing­ar 2010.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00