Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um leik­skóla­gjöld.

1. gr.

Í gjaldskrá skal koma fram vist­un­ar­gjald barna á leik­skól­um bæj­ar­ins. Hægt er að sækja um 40% eða 20%, nið­ur­greiðsl­ur af grunn­gjaldi gjald­skrár, sem eru tekju­tengd­ar í sam­ræmi við sam­þykkt­ir um nið­ur­greiðsl­ur. Systkina­afslátt­ur er 50 % fyr­ir hvert barn um­fram eitt. Sækja þarf sér­stak­lega um við­bót­arafslátt á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar og leggja fram um­beð­in gögn. Ekki er veitt­ur af­slátt­ur af fæði. Í fæð­is­gjaldi er há­deg­is­verð­ur, ávext­ir og morg­un­hress­ing.* Fæð­is­gjald í hálfs­dags­vist­un inni­held­ur ým­ist morg­un­mat og ávexti eða síð­deg­is­hress­ingu og ávexti.

2. gr.

Nið­ur­greitt leik­skóla­gjald gild­ir ein­ung­is af heils­dags­gjaldi, vegna greiðslu fyr­ir 8 tíma vist­un eða lengri vist­un.

3. gr.

Leik­skóla­gjöld eru inn­heimt fyr­ir­fram og er gjald­dagi 1. hvers mán­að­ar og eindagi 11. hvers mán­að­ar. Ef for­ráða­menn skulda meira en 2 mán­uði er heim­ilt að segja leik­skóla­vist barns­ins upp og setja skuld­ina í inn­heimtu.

4. gr.

For­ráða­menn greiða leik­skóla­gjald frá þeim tíma sem barn­ið er skráð í leik­skól­ann. Þó barn­ið nýti ekki skráð­an leik­skóla­tíma vegna or­lofa, veik­inda eða ann­arra að­stæðna greið­ist fullt leik­skóla­gjald samt sem áður. Fæði er hluti af leik­skóla­gjald­inu og fell­ur ekki nið­ur þó barn­ið sé fjar­ver­andi.

5. gr.

Leik­skóla­gjald lækk­ar ekki vegna til­fallandi lok­un­ar s.s. vegna nám­skeiða, fræðslu­starfs og sam­starfs kenn­ara.

6. gr.

Leik­skóla­gjöld falla nið­ur einn mán­uð á ári vegna sum­ar­leyfa barns­ins, júlí­mán­uð.

Sam­þykkt á 594. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 21. nóv­em­ber 2012.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00